Fjárfestingarstefna Stoða endurspeglar þá staðreynd að félagið er í meirihlutaeigu einkafjárfesta, sem hugsa til langs tíma.
- Langtímamarkmið Stoða er að auka verðmæti hluthafa sinna með því að fjárfesta í fáum, stórum verkefnum, þar sem félagið getur haft virka aðkomu.
- Stoðir fjárfesta í skráðum og óskráðum eignum, hlutabréfum, skuldabréfum og lánveitingum.
- Íhaldssöm nálgun varðandi skuldsetningu, sem skal ávallt vera undir 25%.
- Við greiningu og þróun fjárfestingarverkefna nýta Stoðir sér reynslu og þekkingu hluthafa og samstarfsaðila, innanlands sem utan.